<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Jei, kominn heim og tölvan mín biluð. Fékk að læðast í tölvuna hennar mömmu til að blogga smá en aðalbloggið kemur líklegast ekki fyrr en á morgun, tölvan fór til læknis.

EN...

Hverjir muna...?

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jæja, ætli þetta verði ekki síðasta bloggið mitt í tvær vikur. Er á leiðinni til Spánar WÚHÚÚÚ! Reyndar er það bölvun tölvunarfræðingsins að geta aldrei labbað framhjá netcafè án þess að fá óstjórnlega löngun til að kíkja inn. Þannig að kannski fáiði öppdeit frá Spáni og kellingaveiðum ;) Þetta verður nú eitthvað legendary ferð held ég...mestu fylliraftar og drykkjudurgar HR samansafnaðir á einum stað, þar sem bjórinn er ódýr og kellingar ísí :)
Núna eru nákvæmlega 12 tímar í flug, og 10 tímar í fyrsta bjórinn á flugvallarbarnum. This time tomorrow, I'll be drinkin' margaritas and dansin' in la noche Espanola!

Heyri í ykkur eftir tvær.
Af hverju þurfa allir alltaf að vera með einhverja leiki og vesen þegar kemur að samskipti kynjanna? Jafnvel þótt manneskja segi 'já ég tek ekki þátt í­ svona leikjum, ég er fullkomnlega heiðarleg' þá er það bara þáttur í­ leiknum sjálfum. Þetta er hrikalegur leikur, sem byggist á því að reyna að komast að sem mestu um hinn án þess að láta neitt frá sér virkilega í té. Sjálfselskur og vitlaus leikur. Þeir sem eru hvað bestir í honum eru þeir sem eru hvað einmanalegastir í­ heiminum. Ójú, þeir kannski kynnast fullt af fólki, en þegar maður kemst að því að svona manneskja er búin að sýna manni allt annað en hennar raunverulega andlit, þá vill maður ekkert með slíka manneskju hafa (alla vega ef maður er með einhvern snefil af virðingu fyrir sjálfum sér)

Hvenær mun fólk hætta að villa fyrir öðrum, sem gætu kannski þótt vænt um þá? Aldrei. Það er of mikill séns. Fólk þorir ekki að láta hamingju þeirra liggja í­ hendurnar á einhverjum öðrum. It's a trust issue. Og það leiðir beint aftur í­ low self-esteem.

Ég hef komist að því, the hard way, að það virkar ekkert að lower my guard þegar allir aðrir eru ennþá með hnefana reista. Ég var bara kýldur um leið. Þannig að ég ætla að taka þátt í þessum leik, þótt hann gangi gegn minni sannfæringu. Það eru bara svo og svo mörg högg sem maður þolir áður en maður gefst upp.
Jæja, skipti út kommentakerfið. Klinkfamily var ekki að gera góða hluti. Reyndar máttu þeir eiga það að þeir voru með kúl smileys. But it's not cool if it don't work. Kominn með Haloscan í staðinn.

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Það virkar ekki neitt hérna, kommentakerfið bilað, get varla postað....isss...
Must read fyrir all, sérstaklega konur
Men's lib
Vinur minn átti einu sinni hund sem beit hann. Hann sló hundinn og hundurinn flúði og þorði ekki að koma aftur. En vinurinn, hann elskaði samt ennþá hundinn, en var í vanda staddur. Ætti hann að hleypa hundinum aftur inn á hans heimili, og taka áhættuna á því að hundurinn myndi bíta hann aftur? Eða ætti hann að gleyma hundinum og leyfa honum að fara sínar eigin leiðir?

mánudagur, júlí 14, 2003

Annars er ég rosa spenntur fyrir að fara út...heil önnur menning, alvöru sjónvarpsdagskrá, og heil ný þjóð af kvenfólki! Það er reyndar spurning hvort ég eyði mínum dýrmæta frítíma í að eltast við kvenfólkið þarna, eða hvort ég láti þær bara alveg vera...
Svo er bara stutt í næstu utanlandsferðinni minni. Er nebbnilega að fara að flytja til land hinna heimsku republikana. Úff, vona að ég smitist ekki. Ég ætla hér með að starta veðmáli: Frá því að ég stig fæti úr flugvélina, hvað haldiði að það taki marga klukkutíma fyrir einhvern heimskan kana að nefna mig 'Iceman'? Ég er ekki að grínast með þetta, mér finnst að fólk ætti að leggja í pott, og koma með tölu, og sá sem er næstur réttum heilum klukkutíma fær allann pottinn :) Hvernig líst ykkur á?
Jæja, nú styttist í síðasta fríið sem ég tek frá Íslandi. Spænsku chiquiturnar hafa frétt af komu RUPremier og eru skjálfandi í minipilsunum sínum :) Þetta verður geggjað stuð, ég stefni á því að muna ekki neitt:) Er það ekki helvíti fínt? Vera bara með gat í minninu, 200.000 kr. léttari buddu, bæta 5 sentimetrum við mittismálið, og vera með hausverk í viku eftir á? Voða sniðugt. Can't wait :D

sunnudagur, júlí 13, 2003

Jei! Gestabók komin. Now everybody be a good widdle camper and sign the guestbook.
En gaman, kommentakerfið er fucked.
Skrapp á djammið í gær og ákvað að taka Tiny á bakið. Þegar ég verð fullur þá finnst ég mér vera súpermann og Tiny er svo léttur, þannig að ég ákvað að hlaupa með hann á bakinu. Sniðugt. Ég datt. Og meiddi mig. Ég er með megamarblett á mjöðminni, beyglaði fyrrum brotna þumalinn minn, hruflaði hné og olnboga og reif fínu flottu buxurnar mínar. All in all, gott djamm :)

laugardagur, júlí 12, 2003

Endaði með því að fara á fimm bjóra fylleri í gærkvöldi, mígrenið hvarf rétt upp úr miðnætti. Hitti fullt af fólki sem mar hefur ekki séð í langann tíma, Helga og Jósa...og fleiri. Djammaði aðeins með Finni. Var merkilega rólegt djamm með Finni, þau eru yfirleitt svaðaleg...síðast, fyrir næstum akkurat mánuði síðan (13.júní) þá héngum við á De Boomkikker í alla nótt að spila Mikado við eigandann.
Komst að svolitlu á djamminu sem ég hefði fyrir alla muni ekki viljað komast að. Fyndið hvernig maður getur obsessað yfir hluti sem koma mann ekkert við, maður getur ekkert gert í, og gerðust í þátíðinni....eru allir svona eða er ég bara svona obsessive?
Fyndið hvernig vinir manns geta haldið að þeir séu að vera góðir vinir með því að segja manni eitthvað sem þeim finnst að maður eigi að heyra, en maður vill í rauninni ekkert heyra. Argg, hvað manni langar til að lemja þannig vini, en maður má það ekki því þeir eru bara 'the messenger', en ekki ástæða hinna slæmu frétta. Hvenær mun fólk fatta hvernig á að hlífa vinum sínum frá slæmum fréttum? Maður þarf ekki að tala opinskátt um allt saman.

föstudagur, júlí 11, 2003

Gat ekki farið í útileguna sem ég ætlaði í, er búinn að vera með mígreni dauðans í allann dag. Gat ekkert unnið, bara starað á tölvuskjáinn, og vonast til þess að hausinn á mér myndi ekki springa. Verður vonandi farið á morgun. Þannig að ég er búinn að sofa í allann dag (það eina sem hægt er að gera með svona mígreni...og stundum ekki einu sinni það). Það er bara núna sem ég fyrst treysti mér á fætur...úff verð víst vakandi í alla nótt. Ætli það sé ekki best að nota tímann og skrifa eitthvað annað nytsamlegt forrit, t.d. til að halda utanum útgöldin mín.
Ohhh....mígreni..(*shudder*)

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Mér var tjáð áðan að ég væri afdráttarlaus, en samt ekki ALVEG afdráttarlaus. Hehe, what's up with that? Er þetta ekki þversögn? Eins og að segja 'já ég er alveg 100% prósent fullkomnlega handviss....held ég'. Ég er afdráttarlaus...ég veit hvað ég vil þannig að suss bara!
(eitt er víst...ég er allavega dráttarlaus þessa dagana...)
Var að koma af The Hulk. Verð nú að segja að það eru mjög blendnar tilfinningar í gangi varðandi hana. On one hand, þá erum við með über flottar bardagasenur og manni langar bara til að öskra með honum Húlk greyið. On the other hand, þá erum við með frekar súra mynd í heildina litið, sem þarf ekki að vera slæmur hlutur. Sagan er rosalega vel og ítarlega undirbúin (kannski um of) þannig að maður getur lifað sig inní karakterana, í staðinn fyrir að segja bara 'He's a mutant. Now let's get to the cool fighting scenes.' Ég var ánægður með þessa mynd, en ég hugsa að ef ég myndi horfa á hana aftur þá myndi ég spóla yfir slatta af fyrri hlutanum.
GUUURRARRRRGGHH!!
Rage...taking over....becoming green.
I now know what I want, and I'm gonna do everything I can to get it.
Ég fékk rosalega slæma tilfinningu í gærkvöldi...eins og einhver væri að hugsa illa tíl mín, eða að einhver hefði tekið ákvörðun eða komist að niðurstöðu sem kæmi sér illa fyrir mér.....
Anybody know anything about that?

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Andvaka forritarar eru stórhættulegir. Ég var að enda við að forrita gagnagrunnsforrit sem mun koma til með að halda utan um þær myndir sem ég hef séð og þær myndir sem mig langar til að sjá. Hver hefur ekki lent í því að vera alltaf með fullt af hugmyndum um myndum sem manni langar að sjá, eða er með lista af gömlum klassískum myndum sem eru 'möst sí', en síðan þegar komið er á vídeóleiguna verður maður alveg galtómur og leigir 'Not Another Teen Movie' eða eitthvað því um líkt. Forritið mitt býr til handahófskenndan lista af myndum sem ég á eftir að sjá, byggt á einhverjum ákveðnum skilyrðum sem ég set (t.d. gamanmynd með Steve Martin) og svo get ég bara farið með þann lista á vídeóleiguna og gengið röðina. (ég verð náttúrulega sjálfur að búa til gagnagrunninn, en hugmyndin er að þegar maður fær svona 'já, ég verð að sjá þessa mynd einhverntímann' fíling, þá fer ég bara heim og set hann í gagnagrunninn, svo kemur sú mynd upp einhverntímann)
Finnst ykkur þetta ekki sniðugt?
Djöfull verður mikil snilld að komast út í sólina til Salou. Ekki það að ég ætli að eyða miklum tíma í sólinni. Geri ráð fyrir því að vera frekar ölvaður langt frameftir, sofa allann daginn, og vakna um kvöldmatarleytið. Reyndar fyrstu helgina ætla ég að heimsækja Úllu og Manuel, verður nú að tékka á fólkinu sem er víst að fara að verða hluti af fjölskyldunni....ætli maður verði þá ekki að læra spænsku...
I'm still waiting...
Andskotinn...ef ég ætla að hafa teljarann á kommentum með, þá kemur alltaf Shout Out. Ef einhver veit hvernig á að breyta textanum á komment linknum (og stærð og lit) þá endilega láta mig vita.

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Ætli ég verði nú ekki aðeins að draga í land með hatrið mitt á .net, þar sem það er búið að reynast mér ágætlega síðustu daga...
Jei! Kommenta kerfið er komið í gagnið...so everybody, please share a piece of your mind.

mánudagur, júlí 07, 2003

Var að glápa á Super Troopers með Svani þvílík snilldarmynd. Allir eitthvað svo eðlilegir (þótt þeir hafi verið stórskrýtnir), maður gat sett sig í þeirra spor...eins og maður væri að horfa á raunverulegt líf en ekki bíómynd.
Ég vissi það!
gras

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Bara FYI, .Net er frá djöflinum sjálfum. Það hefur velt HTML úr sessi sem hataðasta umhverfi/forritunarmál/sorp í minnu tilveru.
Ótrúlegt hvað ég get verið góður að leysa úr vandamálum annara, sérstaklega hvað varðar rómantík og samskipti kynjanna...en þegar kemur að mínum eigin vandamálum þá er ég algjörlega clueless :( Kannski ætti ég bara að stofna minn eigin vandamáladálk...'Vandamáladálkur Freysa, Freysi leysir öll YKKAR vandamál...'
Hver ætlar að leysa mín vandamál?

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ugh, I feel unclean. Að forrita html er eins og að stökkva ofan í kar fullt af mysing og kekkjóttan rjóma. Ég þarf að finna uppá gott acronym fyrir html.....helvítis tussu mellu....ömm...ljóta...ömm...nei....hell to most...lizards?...neehh Ú Ú.... How to make looove...:) Þú veist, byrjar á <body> og svo getur maður sett table inn í myndina, og gefið <head>....svo er náttúrulega <big> <strong> og það mikilvægasta... <ins>. Use your imagination:) Hei! Nú finnst mér alltílæ að forrita html.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?