<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 31, 2003

American Wedding og Hollywood Homicide eru svaaaakalega lélegar myndir.
Sjitt.
American Wedding var skrýtin. Hún var engann veginn í sama stíl og hinar myndirnar, með brjálaðan húmor og virkilega embarassing moments. Það vantaði líka Oz og kærustuna hans og ekkert útskýrt hvað varð um hann. Stifler var fáránlega ýktur, miklu ýktari en í hinum myndunum. Og hinir karakterarnir voru bara non-persons. Kevin átti kannski 5 línur í allri myndinni.
Hollywood Homicide er þó töluvert verri en American Wedding. It's not a movie, it's an exercise in cracking your skull open with 2 hours of drivel. Vááá hvað hún er vond. En sem betur fer þurfti ég ekki að borga fyrir þetta þar sem þetta var allt dánlódað af víðværavefnum :)

Fór að versla í dag með Andy, keypti mér 17 tommu, flatann LCD skjá. O yeah beíbí. Þvílíkur munur frá litla helvítis 14 tommu hlunknum sem ég var með. Stekk frá 640x480 upp í 1280x1024...sweet. Keypti ekki pda strax, ætla aðeins að skoða á netinu. Spurningin er í raun, hvort ætti maður að fá sér pda með Palm OS eða pocket pc með Windows? Stór spurning. Windows græjan er líklegast öflugri og getur gert meira. Hins vegar er Palm OS þekkt fyrir mikinn stöðugleika. Sjáum til...
Allavega, keypti líka millistykki fyrir myndavélin, fer að taka myndir bráðum, og reddaði mér hátölurum. Nú get ég horft á klámið mitt með hljóði :D víííí.

laugardagur, ágúst 30, 2003

Þetta verður greinilega letihelgi dauðans. Er búinn að hanga fyrir fram sjónvarpið núna í næstum 6 tíma. Á föstudagskvöldi. How sad is that? Rúmíarnir eru allir bara í sínum eigin heimi í kvöld. Dan er að passa hús handa félaga sínum. Tos er bara eitthvað að dúlla sér niðri. Og Binh, tja hann fer alltaf að lúlla svona um miðnætti.
Talandi um Binh, hann fer bráðum að fara verulega í taugarnar á mér. Jújú, hann er þessi rosalega almennilegi og saklaus strákur (27 ára reyndar) en manni finnst eins og undir liggi eitthvað allt annað. Kannski (líklegast) er þetta bara culture shock á milli okkar, en það er eins og að hann átti sig ekki á því sjálfur. Dæmi:
Í hvert einasta skipti sem ég sest upp í bíl með honum þá segir hann 'Seatbelt'. Smáatriði, en fer í taugarnar á manni eftir 20 skiptið. Fyrir utan það að hann kann alls ekki að keyra, en það þarf ekki að vera slæmt persónueinkenni. Það er til fullt af fólki sem er bara fínt fólk þótt það kunni ekki að keyra. Í alvöru.
Hann labbar meeeega hratt, og nennir ekki að hægja á sér fyrir aðra.
Við fórum að versla og ég hélt á öllum vörunum. Hann opnaði dyrnar inn en hélt ekki screen hurðinni fyrir mig þannig að hún skelltist í efri vörina mína. Hann tók ekkert eftir því.
Svo var hann að grínast út í það að ég skráði mig í 3 áfanga. Hann sagðist hafa skráði sig í 3 en skráð sig síðan úr 2 og var að hlæja að mér og segja mér að vera ekki of metnaðarfullur og taka bara 2. Svo frétti hann að ég hefði skráð mig í einn sama kúrs og hann, kúrs sem verður líklegast erfiður. Og hann hló að mér út af því líka. Hvað ætli þessi bjáni frá Íslandi geti gert það sem ég get gert? Hann kann ekki einu sinni á Unix! Og hann skráði sig ekki í kúrsana fyrr en í gær!! Íslendinga-redneck.
Eeeeenn, kannski er hann bara svona ótrúlega vitlaus varðandi hvernig hann kemur fram við fólk í kringum sig. Kannski fattar hann þetta ekki. Ég ákvað allavega að taka þessu ekki sem móðgun...ekki í bili.

Kíkti á snilldarþátt sem var að byrja hérna úti, Nip/Tuck. Þáttur um lýtarlækna og ævintýri þeirra :) Mjög skemmtilegur. Tékkiði á honum þegar hann kemur til Íslands.
Ég er algjörlega að breytast í kana. Ég er farinn að fíla sjónvarpsþættina (sá reyndar snilldarþátt sem hét blind date) og, OG, ég er farinn að geta drukkið kranavatnið ef það er veel kalt. Klórbragðið er farið að hverfa. Ég er góður í þannig, að láta hluti sem skipta engu máli...skipta engu máli.
Er ekki ennþá orðinn vanur tímanum hérna, eins og þið sjáið er ennþá vakandi (klukkan hér 4:00). Ætti í raun að vera öfugt, hefði átt að sofna um 9 leytið. En ég svaf aðeins í dag, þannig...I'm fucking up my cycle.
Endilega látiði heyra í ykkur. Ég veit að það er fullt af fólki sem les bloggið mitt sem kommentar ekki neitt. Notiði kommentakerfið. Þótt það sé bara til að bulla (actually that's the point). I'm lonely here and I wanna hear from my friends :(
Ætla að fara að horfa á Tomb Raider II. Góða nótt. Eða öllu heldur...er ekki klukkan 8 hjá ykkur? RÆÆÆSS!!

föstudagur, ágúst 29, 2003

So this is what a ton of bricks feels like... :|
Ég fór í síðasta hluta orientation í dag. Enn og aftur verið að ráðleggja okkur með hvernig skal kenna og hvernig skal fara yfir verkefni, og hvernig skal forðast þess að vera complete dick TA. En það 'skemmtilegasta' í dag var Human Relations kúrsinn, eða öðru nafni 'Sexual Harassment kúrsinn'.
Það sem bandaríkjamönnum finnst vera sexual harassment er sjúkt...virkilega sjúkt.
Í fyrsta lagi var einhver svona suðurríkja gaur með grátt hár og texas hreim að tala. Það eina sem hefði gert hann suðurríkjalegri væri seersucker jakkaföt. Og hann reyndi sitt besta til að gera þetta skemmtilegt fyrir okkur. 'Even though this is a serious subject, doesn't mean we can't have some fun discussing it.' Er...yeahhh...
Og hann hoppaði fram og tilbaka, og hann tók fagnandi spurningum frá okkur, og hann sleikti á okkur rassinn í hverri spurningu, 'That was a brilliant question!'
Allavega, samkvæmt könum þá er eftirfarandi sexual harassment:

Kona er með tenure í háskólanum. Karl fær tenure einhverntímann bráðum. Þau eiga í ástarsambandi. Aðrir kennarar sem eiga séns á tenure bráðum geta kært þetta par um sexual harassment.

Pæliðíðí!!

S.s., hvaða athæfi sem er, sem lætur þér líða eins og þú sért í 'hostile working environment' og er 'sexual' að grundvelli, þótt sú athöfn sé ekki beind á þig, telst vera sexual harassment. Þannig að ég verð greinilega að hætta að klóra mér í pungnum á almannafæri.

Kláraði að skrá fögin mín í dag. Valdi Introduction to AI, sem er í raun undergraduate kúrs, en ég get samt fengið hann metinn. Síðan valdi ég tvo frekar áhugaverða kúrsa:
High Performance Computing. Hérna lærum við hvernig supercomputers virka og fáum að forrita fyrir þá :) Það er meira að segja eitt tryllitæki í kjallaranum (fyrir nördana, 240 gíg minni, 24 gígariða processors...veit ekki meiri specs).
Statistical and Neural Pattern Recognition. Veit ekki alveg hvað þetta er, en advisorinn minn ráðlagði mér að taka hann, eftir að hafa heyrt um rannsóknaráhugamálin mín.
How to do Research. Þetta verða allir að taka. Ég var nú búinn að læra heilmikið hjá honum Birni Þór, og gerði slatta af rannsóknum sjálfur, en maður getur alltaf lært meira.
Síðan kem ég til með að kenna 4 klukkutíma í viku, og verð með 'office hours' 4 klukkutíma í viku. (ég er svoooo stressaður fyrir að kenna :|)

Helgin að byrja, og þrumurnar komnar aftur. Ætli maður sitji ekki bara út á palli (inní skógi) að sötra bjór eins og síðasta föstudag. Það var helvíti fínt. Ætla að fara í græjuleiðangur á morgun með Andy Lynn, sem er fyrrverandi maður Freyju sem er hálf-systir mömmu...:| Við ætlum að redda mér:
PDA
Gemsa
Ýkt kúl 17'' flatan skjá
Hleðslutæki fyrir myndavélina
Síðan fer ég kannski með Andy og vinum hans til Chesapeake(stafsetning?) Bay á sunnudaginn, bara að skoða og borða og svoleis.
Um leið og myndavélin er komin í gang þá get ég farið að taka myndir af svæðinu og sýna ykkur öllum :)
Vitiði það...svefnleysi sýgur feitann... :|
Get ekki sofnað, get ekki lesið, get ekki borðað, get ekki vafrað netið...get ekki einu sinni skrifað skemmtilegt blogg.

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Þetta er það sem leiðir drauma mína þessa dagana :

Stars shining bright above you
Night breezes seem to whisper I love you
Birds singin' in the sycamore tree.
Dream a little dream of me.

Say "nighty night" and kiss me
Just hold me tight and tell me you'll miss me.
While I'm alone and blue as can be.
Dream a little dream of me.

Stars fading but I linger on dear,
still craving your kiss.
I'm longing to linger til dawn dear,
Just saying this:

Sweet dreams til sun beams find you.
Sweet dreams that leave our worries behind you.
But in your dreams whatever they be,
dream a little dream of me.

Gotta go, I've gotta date with a dream ;)
Fór í fyrsta hluta TA orientation í dag. Kanar eru skrýtnir (hristi haus). Reyndar eru margir útlendingarnir hérna skrýtnari :) Allavega...
Þetta var beisikklý fólk að tala upp á sviði og segja okkur hvað þeim finnst best að gera þegar þau eru að kenna og hvað við ættum að gera. Ég þurfti að stökkva frá í smástund til að fara á annann fund. Það átti að taka viðtal við mig til að komast að því hvort ég sé hæfur til að kenna, vegna þess að ég er úgglendingur. Þar kynntist ég nokkrum öðrum úgglendingum, svosem einum gaur frá Albaníu, stelpu frá El Salvador, og Indverja. Ég skal sko segja ykkur það, fólk frá Evrópu, skiptir nánast ekki máli hvaðan maður kemur, við náum saman. Fólk frá Indlandi er fökt öpp. Hann virtist vera mjög líbó gaur og svona hress týpa. En síðan myndi hann segja eitthvað sem myndi skemma þá ímynd all verulega. T.d. Ég og Mr. Albania (man ekki hvað hann heitir) vorum að grínast um hvernig ætti að kenna og hvernig ekki. Mr. India var svona að flissa með og koma með nokkur ágætis komment. Síðan minntist Mr. A á að maður ætti bara að lemja krakkana, í gríni. Þá segir Mr I, ennþá skælbrosandi (ímyndið ykkur Indverskan hreim) 'No, but in America you cannot hit people. Because they can sue you and call the police. It's okay to hit people everywhere else in the world. But not America. Because they can sue you and call the police.'
:|
Svo var þarna hópur af kínverjum, sem voru bara plain wierd, 'nuff said.

Síðan fór ég aftur í TA orientation og þá þurftum við að hópa okkur saman og gera svona case study. Hvað myndir þú gera ef...
- Nemandi þinn kemur fullur í tíma
- Nemandi þinn kemur til þín með vandamál
- Nemandi þinn svindlar
- Nemandi þinn er fáviti (:))
Alltílæ með það, nema hvað...í hópnum mínum er þessi hjúúúds kani sem er rosalega góður með sig. Ég hafði aðeins talað við hann áður, og hann passaði sig á því að koma því að í fyrstu setningunni hans að hann væri nú með PhD gráðu í stærðfræði, langaði bara að gera eitthvað nýtt og væri því byrjaður á PhD gráðu í tölvunarfræði. Þannig að hann hafði verið TA áður. Þar fór hópurinn okkar. Hann sagði okkur bara hvernig við áttum að hugsa. Ég nennti ekki að rífa mig, og greinilega ekki hinir heldur, þannig að hann svaraði bara fyrir okkur. Fínt það...

Að lokum verð ég nú aðeins að tjá mig yfir mynd sem ég var að ljúka við. Black Hawk Down. Ég skil nú ekki alveg, og hef aldrei skilið, hvers vegna svo margir verða svo pirraðir og fullir haturs þegar þeir sjá svona Ameríku myndir. Ég meina, allt í lagi, kanarnir í svona myndum eru óneitanlega nautheimskir, en þurfiði að fá flog yfir því? Hlæiði bara að bjánunum :) Þvílík heimska sem þetta er. 'No one gets left behind.' Og það nær líka yfir dauða. Þeir voru búnir að ljúka erindi sínu þegar fyrsta þyrlan er skotin niður. Ok, 3 casualty og einn særður. Fín tala, en fara þeir heim og segja það gott? Neeeeeeiiii, þeir reyna að bjarga þessum 3 gaurum, án þess að vita hvort þeir séu lifandi. Þetta fer allt til fjandans, það verða til fullt af hetjum og að lokum deyja 19 kana hermenn og 1000+ sómalíumenn. But it was totally worth it, right? Just to show the true power and glory of the thoroughbred american heart. (*hristi haus*) Þeir meira að segja eyða töluverðum tíma í að skera þyrluna í sundur til þess að ná líki eins flugmannsins úr á meðan verið er að reyna að drepa þá alla.
Þvílíkir fávitar.
En ég meina...þeir voru alveg jafn miklir fávitar að mínu mati, þeir sem fóru að reyna að bjarga prævat Ryan, en það var samt hörkumynd. Þannig að ég dæmi ekki þessa mynd út frá heimsku kananna. Myndin sjálf er alltílæ, þótt hún sé að springa frá öllum klisjunum sem búið er að troða þangað inn.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Ég hef lent í mikilli rigningu, but for crying out loud...
Sko, ég ákvað að skreppa í ræktina og rölti af stað. Fínt veður, svoldið heitt, en annars ágætt. Ræktin on campus er geggjuð. alveg fáránlega stór með tvær innilaugar, 3 lyftingasali, alls konar martial arts sali og hlaupabraut. Alla vega, ég fór að lyfta. Svoldið óþægilegt fyrst, náttúrulega langt síðan ég hreyfði mig síðast. Hef bumbuna til að sanna það :)
Eftir það labbaði ég út og veðrið var mjög svipað nema það var alltíeinu orðið skýjað. Ég spáði ekkert í því og fór að leita að salad barnum sem átti að vera þarna rétt hjá. Áttaði mig svo á því að ég var ekki með neinn pening og tímdi ekki að strauja 'neyðar' kreditkortið fyrir skitinn $10. Þannig að ég byrjaði að rölta heim. Leit aftur upp í himinn og sá að skýin voru farin að dökkna aðeins. Hugsaði að ég hefði svona korter áður en það færi að rigna, EF það færi að rigna. En neinei, Freysi asni...þú ert í USA núna, þýðir ekkert að miða við reynsluna á Íslandi. Þannig að ég rölti bara áfram, completely unsuspecting.
Þá byrjuðu droparnir og vindurinn. Þvílíki vindurinn, pappakassar og rusl útum allt og smá úði. Ég sá fólk hlaupa inn en ég hugsaði 'hvað er þetta, bara smá úði og vindur, það er meira að segja ennþá heitt.' Helvítis aumingjar þessir kanar. Ég skal sko sýna þeim hvað Íslendingar þola (ekki það að neinn gæti fattað að þessi eini bjáni sem var ennþá úti væri Íslendingur :|)
Þannig að ég rölti áfram, og á svipstundu...þá meina ég á einni sekúndu breyttist úðinn í sundlaug.
Það var svo sem ekkert kalt, en heldur ekki heitt lengur. Ég hugsaði með mér það sama sem ég hugsa alltaf í rigningu, 'skiptir ekki máli þótt ég hlaupi, fæ alltaf sama magn af vatni á mig.' Þannig að ég hélt bara áfram að rölta, últrasvalur náungi, á meðan allir aðrir hlupu út um allt. Ég held að ég sé svoldið vitlaus.
Komst að lokum í Comp.Sci bygginguna og þá var mér fyrst kalt. Alveg gegnblautur og kominn inní loftkælingu...ekki sniðugt. Beið þar í svona klukkutíma og hlustaði á þrumurnar og reyndi að þurrka mér áður en ég lagði af stað heim.
Ég frétta það síðan síðar að öll umferðarljósin í nágrenninu höfðu dáið um tíma ásamt rafmagni í einhverjum hverfum. Já! og svo sá ég tré á leiðinni heim sem hafði beinlínis sprungið, væntanlega frá eldingu...helvíti kúl.
Þannig að, nú hef ég upplifað, og lifað af, fyrsta alvöru þrumuveðrið mitt (sem ég man eftir).

mánudagur, ágúst 25, 2003

Dagurinn í­ dag var bara fí­nn. Kom heilmiklu í­ verk. En það var samt ekki að þakka beureacracy-inu í­ Maryland University. Þvílík martröð. Byrjaði á því í morguðn að fara í svona 'Health & Payroll Orientation'. Tvær brosandi konur sem fóru með okkur í gegnum allt sem við þurftum að vita um peninga og heilsu. Sem betur fer er ég bandarískur ríkisborgari. Greyið útlendingarnir þurftu að fylla út 4 sinnum meira stöff en ég. Og ég var þarna í klukkutíma.
Síðan var förinni heitið í tölvunarfræðideildina, þar sem ég þurfti að skila inn ferilskrána mína frá HR. Þar segja þær með bros á vör 'neineinei elskan mín, þú átt að fara í þessa byggingu. Have a nice day.' Auðvitað er sú bygging hinum megin á campus, tekur mig alveg 10 mínútur að labba þangað. Þegar þar er komið segir konan þar 'ok, þú þarft að fara með þetta í International Evaluation, sem er í þessari byggingu þarna. Og ég legg af stað.
3 Freysar lögðu af stað í leeeeeiðangur.
Þar er þessi fúli svarti gaur sem segir 'What are you doing here? You're not supposed to be here.' og hringir eitthvert og sendir mig aftur á staðinn sem ég var áðan. Þeir senda mig að lokum aftur á tölvunarfræðideildina sem segja, 'Jájájájá, þig vantar annað skjal frá skólanum þínum.
Djísus.
En svo skráði ég mig í einn tíma, reddaði mér student ID (myndin var tekin á staðnum, ég sveittur og rjóður eftir að hafa hlaupið fram og tilbaka yfir allann campus) og fékk aðgang að stofunni minni. Núna ætla ég að skreppa á pizza hut.
Jæja, here's to Gunnhildur sem er að byrja í laganámi í HR. I believe in you beib. Go get 'em.
Þessi helgi er búin að vera frábær. Gat ekkert gert varðandi skólann fyrr en eftir helgi þannig að það er búið að vera tjill. Fór í gær að hitta familíuna, Þóra, Hildur og Freyja mömmusystur, ásamt Pétri syni Þóru og Kirk og Lydia. Kirk er kærasti Þóru og Lydia er 18 ára megaskutlu-dóttir hans. Já og ekki má gleyma Karen, konan hennar Hildar. Pöntuðum pizzu og samlokur og borðuðum allt of mikið. Síðan var ég narraður í að gista. 'Freysi, viltu ekki bara gista, það er þægilegra fyrir okkur?' Ég bara jújú, flott mál. Síðan er ég bara vakinn daginn eftir og bara 'jæja, förum að flytja'. Þá átti bara að nýta mig í að hjálpa þeim að flytja restina af draslinu úr íbúðinni hennar ömmu. Alveg tekinn. Ég fékk þó 5 alvöru beer-stein, þýska.
Síðan er mér skilað heim í íbúðina um 2 leytið og þá hitti ég á rúmí-inn minn sem segir "Hey, you doin' anything today?" Og bauð mér bara í sundlaugar/grill partí. Snilld. Fórum þangað og grilluðum steikur, Monkfish, Red Snapper (kannski að einhver geti sagt mér hvað þetta heitir á íslensku?) og steiktum wonton. Stukkum síðan útí laug með fullt af bjór. Kynntist þar vinum hans Dan, annar Dan og kærasta hans Amanda, Ben og kærasta hans Kate og svo frændfólk hans Dan. Fyndið, bæði Dan (hinn) og Ben voru í hernum. Fyndið, bæði Amanda og Kate eru ljótar.
Allavega, drakk aðeins meira en ég hefði átt að gera. Þeir vildu alltaf sjá íslendinginn í mér og ég var ekki alveg á þeim nótum. Vildu líka alltaf kalla mig Fonzie...frábært. En já! Ég var loksins kallaður "Iceman". Það var Amanda sem átti heiðurinn. Það gerðist nákvæmlega klukkan 22 í kvöld, sem er semsé 3 sólarhringum og 4 klukkutímum eftir að ég lenti. Sem eru 76 tímar. Þar hafiði það. Kanar eru fávitar.

laugardagur, ágúst 23, 2003

USA.
Úff maður, skrýýýýýtið :|
Ég var allann daginn í gær í einhverju móki, reyndi ekki einu sinni að átta mig á því út í hvað ég væri kominn. En best að byrja from the top.

Flugið var nú bara fínt. Fékk samt smá nasasjón af þessari týpísku amerísku 'pleasantries'. Sat við hliðina á eldri manni og konunni hans, og áður en ég er sestur niður þá byrjar hann að spjalla. Svo sem allt í lagi með það, nema bara ég nennti ekki að spjalla. En það breytti engu, hann talaði bara og ég kinkaði kolli og sagði 'oh yeah?' og 'really?'. Síðan horfðum við á 'catholic mom' version af Anger Management. Djísus, ég meina að klippa niður þá mynd? Hvað er að? T.d. var klippt út atriðið þar sem svarti gaurinn notar taserinn á Sandler. Ooooh, too violent. En það allra fyndnasta var þegar hann fer að reyna við Heather Graham. Í staðinn fyrir að segja 'I have difficulty expressing myself when I'm exploding in my pants' þá segir hann 'I have difficulty expressing myself when I'm exploding in my head'. Það er fökking döbbað! Ég trúði því varla.
Síðan lendir flugið aðeins snemma og ég alveg flýg í gegnum tollinn, þannig að þegar ég kem út, þá er enginn til að sækja mig. Verð ég stressaður? Fríka ég út og byrja að hlaupa út um allt? Neihei, Freysi er bara kúl og collected, bíð bara eftir fólkinu. (reyndar held ég frekar að ég hafi bara ennþá verið í losti :)) Allavega, systir mömmu og 'lífsförunautur' hennar komu loksins og fóru með mig heim í gamla húsið hennar ömmu (sem er nýdain) og ég gisti þar fyrstu nóttina.
Fórum síðan daginn eftir (í gær) í húsið þar sem ég bý.
Þetta er nú bara þrælfínt bæli. Við erum 3 á efri hæðinni og einn í kjallaranum. Algjört stráka-gradstudent hús. Það eru allar græjur, flottar hljóðgræjur, dvd, spóla, flott sjónvarp, og þráðlaust net með endalausu dánlódi :D. Félagarnir eru bara nettastir. Fylltu mig í gærkvöldi og fengu að smakka á íslensku Brennivíni við misgóðar undirtektir.
Binh er víetnamskur nemi í tölvunarfræði, er líklegast 2 árum á undan mér. Hann er svona týpískur complete innocent. Steindrapst í gær þegar við vorum að drekka. (mætti bæta við að við blönduðum drykkina hans fyrir hann:)) Hann er líka strax byrjaður að læra fyrir skólann, metnaður í kallinum. Bara nýbúinn að læra að keyra, ég þurfti að kenna honum parallell parking, mjög fyndið.
Dan er stór og mikill kani sem vinnur í fasteignamiðlun, en ætlar í laganám á næsta ári. Helvíti fyndinn og nettur kall, með góðan húmor og er alveg að fíla það hvernig íslendingar drekka, if you know what I mean...
Tos er hálfur kínverji frá Ohio sem er líka í tölvunarfræði en í undergrad námi. Hann er líka helvíti fínn gaur með góðann húmor.

Fór og kíkti á skólann í gær. Scheize! Þetta er bara eins og Akureyri! Fökking hjúds. Fólkið þarna var allt mjög næs, ég stofnaði bankareikning og fékk kort og ekkert mál. Helvíti þægilegt skal ég segja ykkur að vera bandarískur ríkisborgari. Get ekki ímyndað mér vesenið að vera útlendingur...úff.

Tók með mér tölvuna í heilu lagi (sans screen) nennti ekki að rífa hana í sundur. Andy fyrrum maður frænku minnar kom síðan í morgun með skjá sem hann þurfti ekki lengur. Ekkert skrýtið þar sem skjárinn er fokking 14 tommu! Ég þarf að vera með upplausnina í 640*480. Einn venjulegur messenger gluggi í default stærð tekur ALLANN skjáinn, ég er ekki að grínast...:| En ég redda mér nýjum skjá bráðum. Þarf sko að fara að versla alls konar græjur, vantar pda, vantar síma, vantar transformer fyrir myndavélina mína...og nýjann skjá.

Jæja, þetta er nóg í bili. Tékka inn reglulega, líklegast á hverjum degi, fer eftir því hversu mikið er að gera í skólanum. Allt orientation draslið byrjar eftir helgi þannig að núna er ég bara að láta mér leiðast og sakna ykkur allra.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

I'm gonna miss you qt...
Jæja, this is it. 16 tímar í flug. Ég er hættur að vera stressaður. Ég er hættur að vera hræddur. Ég er hættur að hugsa eitt né neitt. Ætli ég sé ekki bara kominn yfir í shock, þið vitið, þar sem maður starir bara út í loftið, finnst eins og einhver annar sé að lifa lífinu manns á meðan maður sjálfur slefar í einhverju lokuðu herbergi í hvítum jakka.

Dammit, circumstance is a bitch. And my timing sucks.

Ég var spurður áðan hvers vegna ég fyndi akkurat það sem ég væri að leita að nákvæmlega á þannig tíma að ég gæti ekki fengið það. Well I don't know. Kannski bara að Urður, Verðandi og Skuld séu bara að hnýta hnúta í líf mitt for laughs? But hey, það er erfiðara að slíta streng með mörgum hnútum en sléttan streng, ekki satt? What don't kill ya, just makes ya stronger, right? Fuck that. I want a short, happy string rather than a long, knotted one.
Ég lenti í því áðan í fyrsta skiptið að fá ekki eitthvað sem skipti mér miklu máli. Jújú, maður hefur svosem lent í því að fá ekki hitt og þetta, en aldrei neitt sem var mikilvægt. Ég hef alltaf lifað eftir reglunni, 'If you put your mind to it...' Well I put my mind to it, and my charm, and my puppydog eyes, and my best disarming smile....og fékk það samt ekki. Man, talk about a wake-up call :|

Það var minningarathöfn handa ömmu greyið í dag. Rosalega fallegt og fullt af tónlist og fólk að segja sögur um ömmu. Alveg eins og hún vildi hafa það. Ekkert svona sorgarrugl. Hún vildi að allir vinir og vandamenn hennar kæmu saman og héldu allgleðilegt kokteilboð. Þetta er nánast óþekkt að gera svona á Íslandi. Fólk vill alltaf vera svo alvarlegt þegar aðrir deyja. En þegar þetta er orðið gamalt þá gerist það. Fólk deyr. Og það er ekkert sorglegt við það. Maður á að muna góðu stundirnar og hlæja saman. Presturinn sem hjálpaði okkur fannst þetta stórsniðugt og var alveg með í gírnum. Hann fékk meira að segja allt fólkið til að klappa fyrir tónlistaratriðunum í kirkjunni, eitthvað sem gerist sárasjaldan. Þannig að það var frábært, og maður kom út úr athöfninni svona endurnærður, frekar en þunglyndur eins og eftir jarðaför.

Jæja, ætli þetta verði ekki síðasta bloggið mitt á fróni...nú er blogg á fróni frýs í vefnum slóð, er hún orðin óð, kom nú kona góð. Ég þarf sko að taka tölvuna mína í sundur í fyrramálið og pakka henni niður...ætla sko ekki að skilja dúlluna eftir heima. Ég er nú þegar að skilja eina dúllu eftir...

Heyri í ykkur þegar ég er orðinn kani. Og verðlaun fyrir þann sem giskar rétt á hversu langt það tekur að nefna mig 'Iceman' Verðlaun eru kinderegg sem Dóra mun útbíta :)

mánudagur, ágúst 18, 2003

Words are cheap. Ég hef komist að þessu á síðustu vikum. Það skiptir ekki máli hversu oft maður segir hluti, ef maður styrkir orðin ekki með gjörðum þá tapa þau merkingu sinni. Tökum tvo gaura sem dæmi. Annar segir 'Ég elska þig' við konuna í hvert skipti sem hann kemur heim, en í næsta augnabliki er hann sestur fyrir framan sjónvarpið að klóra sér í pungnum og að horfa á boltann. Hinn segir afar sjaldan 'Ég elska þig' en í staðinn sýnir hann ást sína með allskonar litlum hlutum, miðum á morgnana, hugulssamar gjafir, matur, og hvað sem ykkur dettur í hug. Hvorn haldiði að konan taki meira til sín þegar hún heyrir orðin 'Ég elska þig'?
Hvernig væri ef fólk myndi bara hætta að tala yfirleitt og í staðinn fókusaði á að gera hlutina og gera þá rétt?

Messenger finnst mér vera djöfullinn í svona málum. Það er svo auðvelt að fela sig bakvið skjáinn, og þótt maður sýni kannski alveg sama persónuleikann og í raunveruleikanum, þá geta fáir neitað því að það er margt sem er auðveldara að segja við tilfinningalausann skjá en tilfinningasama manneskju. Gæti jafnvel verið OF auðvelt, maður getur sagt hluti sem maður gæti engann veginn staðið við í gjörðum. Þess vegna stend ég í þeirri meiningu að sambönd sem byrja, eða haldast lifandi að hluta til eða að mestu leyti í gegnum messenger (eða önnur spjallforrit) séu fallvaltari en eðlileg sambönd. Fólk lendir í hringavitleysu, þar sem þau eiga erfitt með að tjá sig jafnvel í persónu en í messenger. Ég er meira að segja sekur í þessu sambandi, þótt ég hafi alltaf talið mig vera mjög opna manneskju. Þess vegna er ég kominn niður á það að þegar verið er að ræða alvarlega, persónulega hluti við maka, kærustu, eða tilvonandi kærustu, þá eigi ekkert að taka mark á því. Nema þá að maður þekki persónuna þeim mun betur. En það er einmitt vandamálið með netsamskipti, þú nærð að kynnast manneskju á óeðlilegan máta...þessi manneskja myndi aldrei vera svona í kringum þig vegna þess að hún er öðruvísi in person. Það er mjög erfitt að komast hjá því.

Hver er svo niðurstaðan? Sambönd sem eiga að endast verða að grundvallast á því hvernig aðilarnir eru þegar þeir eru í persónulegri fjarlægð frá hvort öðru. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það sé hægt að stofna til sambands bara vegna þess að þið getið talað við hvort annað um allt og ekkert í gegnum bréfaskriftir og þess háttar. Það er einungis hægt að ætlast til þess að þið hafið grundvöll til þess að gefa samband séns, en það segir ekkert um hvort það eigi eftir að ganga. Physical closeness er svo ótrúlega mikilvægt, og þá er ég ekki að tala um kynlíf, kelerí eða neitt þannig. Maður verður að kynnast því hvernig hinn aðilinn er í kringum mann. Þannig mynduð þið nú eyða restinni af lífinu ykkar saman, er það ekki?

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Hehe, snilld
Tramp Bear
Tramp Bear


Which Dysfunctional Care Bear Are You?
brought to you by Quizilla

Menningarnótt rúlar! Það er alltaf ógeðslega gaman hjá mér á menningarnótt. Ekki af því að það er afsökun til að detta rækilega í það, nei...á menningarnótt þá er djammað dixieland-style á Kaffi Vín. Við sem erum í­ Dixielandsveitinni Öndinni spilum á hverju ári á Kaffi Ví­n og tryllum lýðinn alveg þvílíkt. Starfsfólkið á staðnum bæði hata okkur og elska, þau fá svo mikil viðskipti, en þurfa þvílíkt að þræla allt kvöldið. Staðurinn sem er fyrir ofan Kaffi Vín er löngu gætt að vera með hljómsveitir á þessu kvöldi, við yfirgnæfum þær alltaf. Einu sinni kom trúbadúr hlaupandi niður alveg snælduvitlaus yfir lætunum í okkur, það heyrðist ekkert í honum :) En gaurinn uppi hlýtur að vera ánægður samt, hann fær fullt af viðskiptum út á okkur.
Nóttin í nótt var ekkert öðruvísi en áður. Reyndar virtist ætla að stefna í færri áheyrendu í upphafi, en eftir væskilslega flugeldasýningu, troðfylltist staðurinn að vana. Matti klarinett og Áslaug söngkona voru að spila í giftingu þannig að þau mættu ekki fyrr en rétt áður en skrúðgangan fór af stað. Þar af leiðandi þurfti your's truly að þykjast vera klarinett á meðan Sævar tók trompettinn. Let me tell you, það er ekki auðvelt.
Það virðist sem að dyggur aðdáendahópur (kannski hópar) séu að myndast. Kjartan fyllikall, Börkur og Hrund, Ingibjörg, og Tótla mættu með fyrstu mönnum til að tryggja sér 'courtside' sæti og sátu sem fastast alveg fram að skrúðgöngu. Einnig mættu að mér sýndist 3 premier menn ásamt fylgdarliði; Jóhann, Viktor og Arnar. Síðan þóttist maður þekkja fullt af andlitum í krádinu, svona fyllibyttur sem mæta á hverju ári og öskra, 'getum við fengið að heyra eitthvað íslenskt!'. Þeir fengu að panta óskalög í síðasta setti, eftir skrúðgöngu.
En talandi um skrúðgönguna...hún var frábær eins og alltaf. Reyndar fíla kellingarnar á Vín ekki skrúðgönguna okkar því að við tæmum alltaf staðinn þegar við löbbum af stað :) Ég giska á að kjarninn í göngunni á leiðinni niður laugaveginn hafi verið um svona 100 manns, með svona 100 manns til viðbótar sem duttu inn og út á leiðini. Við stoppuðum örsnöggt við lækjartorg, en snérum strax í áttina að tjörninni það sem við fórum út á litla pallinn og fíluðum okkur með félögum okkar öndunum, og spiluðum Litlu andarungarnir við góðar undirtektir. Gangan til baka var aðeins þynnri, en samt stuð. Enduðum uppá Vín og tókum svona þunnt bull sett, þar sem óskalögin voru vel þegin.
All in all, frekar gott djamm. Já! og rósin í hnappagatið!. Þessi rosa sæta stelpa sagði mér að ég væri með fallegustu stráka augu sem hún hafði nokkurtímann séð. Ekki slæmt það :)

föstudagur, ágúst 15, 2003

Brjálað að gera þessa dagana, greinilegt að ég fæ ekki að hvíla mig áður en ég sel mig í 5 ára ánauð til lands hinna "frjálsu". Everybody want's a piece of the Don! Hitta mann og annann, spila þetta, klára þetta, djamma með þessum....úff. Þvílíkt líkamslegt stress, tala nú ekki um tilfinningalegt stress (you know who you are ). En þetta reddast. Það róast samt ekkert um leið og ég kem út. Því samhliða því að koma mér inn í nýtt þjóðfélag og nýjan skóla, þá þarf ég að klára að skrifa skýrslu sem ég (ásamt Jóhanni, Óla, og Gunna E.) hef verið að vinna að í tja, næstum ár. En hún verður mjög líklega gefin út í einhverju virtu publishing dóti...þannig að it's worth it (ef hún klárast þá einhverntímann).
Týpískt samt að akkurat þegar ég fer út þá fara hlutir að gerast hjá öðru fólki. Andrés og Helga koma heim eftir 3 ára fjarveru í Hollandi og Linda megabeib er ólétt. Já, sorgartíðindi, Linda er gengin út :)
En að öðrum tíðindum þá gengur ótrúlega vel að safna í bumbu. Maður verður nú að eiga eitthvað í átakið sem hefst útí USA! Talandi um bumbu, mér finnst alltaf ótrúlegt hvað stelpur eru skrýtnar. Ein stelpa sem ég þekki þykist vera með bumbu þótt ég hafi verið í stökustu vandræðum með að klípa í eitt né neitt. Við karlmennirnir, þegar við lítum í spegil þá sjáum við alltaf bestu hliðarnar á okkur. Þótt það sé bumba þá sjáum við framhjá hana og tökum eftir því að þótt bumban sé stór, þá sést ennþá í lateral vöðvann undir handarkrikanum, eða það glittir ennþá í efstu magavöðvana. Stelpur, þegar þær líta í spegli þá sjá þær bara verstu hlutina, 'dísus það er ENNÞÁ spik í kringum mittið, ég meina, hvað ÞARF ég að gera til að fá flatan maga!' Hjá okkur er glasið alltaf hálffullt. Hjá konum er það hálftómt.

Ef þið viljið lesa súrt en skemmtilegt blogg, þar sem kvikmyndagagnrýni þarf ekki endilega að vera um raunverulegar myndir, kíkiði á þetta.

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Fékk staðfestingu á því að ég sé Geek í dag, ekki það að maður vissi það ekki fyrir. En samkvæmt þessu prófi er ég 42.0811% geek, eða 'Major geek' ("Asshole sir, Major Asshole!"...aukastig fyrir þá sem þekkja þessa línu).

mánudagur, ágúst 11, 2003

Kjúklingur
Til hamingju með ammlið mamma(53) og Guðný(17)!
Þetta er ekkert smá kúl Honda. Mér skilst að þetta sé ekki tölvugert heldur raunverulegt.

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Æi dísus hvað ég vildi að ég væri að fara til USA á morgun. Eða bara núna. Maður er búinn að hnýta alla lausu endana hérna heima, ég hitti meira að segja 3 fyrrum í gærkvöldi, mjög skemmtilegt...fékk að endurlifa æskuna smávegis. Þannig að núna er maður bara í svona limbó móki, bara að bíða eftir því að flugvélin fari. Bara 260 klukkutímar and counting. Það er erfitt að slíta tilfinningarleg tengsl, en það er enn erfiðara að bíða eftir því að þurfa að slíta þeim. Guð minn góður, sem betur fer var ég nógu gáfaður að fá mér ekki kærustu núna á síðasta ári. Það hefði ekki verið skemmtilegt.
Horfði á Gangs of New York áður en ég kíkti á Ensími. Frábær mynd. Hún er búin að fá slappa dóma, ekki bara í blöðunum heldur líka frá fólki sem ég þekki. En kommon fólk. Þið eruð að dæma þessa mynd á öðrum grundvelli en aðrar myndir. Vandamálið er að þetta er Scorsese mynd og þá er fólk mun óvægið en ella. Hann hefur gert svo mörg snilldarverk að fólk heldur, 'já ný Scorsese mynd, hún hlýtur að vera alveg groundbreaking.' Svo þegar kemur í ljós að hún er "bara" venjulega góð mynd, þá segir fólk 'dísus, þetta er crap'. Of miklar væntingar, fólk! Reynið að njóta þessa mynd fyrir það sem hún hefur að bera, ekki af því að hún er Scorsese og er ekki eins góð og hans fyrri meistaraverk.
Kíkti á Ensími tónleika áðan. Ég er ekki og hef aldrei verið ýkja hrifinn af íslenskri tónlist, en þeir komu mér þægilega á óvart. Þ.e. allt nema söngvarinn. Bandið sjálf var mjög þétt, allt frekar vel spilað og kunna greinilega inn á hvorn annann. Ég bara höndla ekki söngstíl söngvarans. Sumir fíla þetta, en fyrir minn smekk þá þurfa söngvarar allavega að syngja réttu nóturnar. Ég höndla ekki svona 'falska' söngvara. Aðrir svipaðir söngvarar eru gaurinn í Maus, Nick Cave (þótt hann hafi nú skánað í gegnum árin, greinilega að æfa sig kallinn;)) og Billy Corgan. (Nota bene, þetta segir ekkert um hvernig ég fíla tónlistina né bandið sjálft, heldur bara röddina í söngvurunum).
Dóra vinkona er svo frábær. Ég hitti hana áðan á djamminu en ég var edrú. Í staðinn fyrir þetta venjulega 'af hverju ertu edrú?' eða 'hvað ertu veikur?' sem flestir fullir íslendingar segja (fólk virðist halda að það sé ekki hægt að skemmta sér í bænum edrú og ef þú gerir það þá ertu skrýtinn), þá sagði Dóra bara 'já er það?' og teygði sig ofaní töskuna sína og rétti mér kókómjólk. Snilld.

laugardagur, ágúst 09, 2003

Svo fékk ég líka svart naglalakk ala Dóra. Hözzlaði næstum út á það en var of fullur :)
Nú er ég búinn að liggja veikur í allann dag. Partíið í gær var snilld. Eiginlega allir mínir nánustu (vantaði Öndina því ég vissi að ég myndi djamma með þeim á menningarnótt) komnir saman á einn stað að svolgra í sig bollu og bjór. Ég splæsti á liðið 15 lítrum af bollu og 30 lítra bjórkút. Reyndar fyndin saga með þennann helvítis kút.
Eftir útskriftina frá HR 7. júní þá héldum við útskriftarpartí og vorum þá með heilann helling af bjór. Það var einn 25 lítra kútur eftir. Hann var geymdur og ég fékk hann í gær fyrir partíið. En ég klikkaði á því að panta mér dælu fyrirfram. Þannig að ég hringdi í Egils og sagði 'Hei mig vantar dælu' og hann sagði 'Farðu í rassgat'...neinei, hann sagði 'Engin dæla í dag, kannski eftir helgi'. Þannig að ég spurði hvort hægt væri að fá dælu annarsstaðar og hann benti mér á að tala við Vífilfell. Þannig að ég redda mér dælu frá Vifilfell. Síðan mæti ég í partíið og reyni að tengja dæluna, en neeeeiiii auðvitað passar dælan ekki vegna þess að Vífilfell og Egils eru með mismunandi kerfi. Ég alveg brjálaður hringi í bakvaktina hjá Egils og segi þeim hvað gaurinn í þjónustudeildi þeirra sagði mér. Bakvaktardúddinn sagði mér nánast að fara í rassgat, en á mjög vingjarnlegan hátt. Þannig að þá var hringt í Kjartan Fyllikall sem sagði bara 'Ég redda þessu'. Svalur náungi. Enda hözzlaði hann í partíinu. Hann hringdi í gamlan lærimeistara sinn sem sagði honum að fara með kútinn niður á Ara í Ögri þar sem við fengum að skipta um kúta. En það voru 2 vandamál. Í fyrsta lagi kúturinn þeirra var 30 lítra, í öðru lagi, þeir eru með Vífilfell þannig að þeir gátu ekki selt Egils kút. En lærimeistarinn ætlaði að sækja þennan kút eftir helgi og redda Ara öðrum kút í staðinn. Það er gott að eiga connections ;)
En allavega, partíið var frábært, bollan góð, og kíkt í bæinn og tjúttað smá. En sjitt hvað ég er veikur í dag. Ég held að greyið mallinn í mér bara höndli ekki lengur áfengi í miklu magni. Kannski ég fari að endurskoða málið...
Heh! Þegar fólk er byrjað að kvarta yfir því að það sé liðinn meira en sólarhringur síðan síðasta blogg...þýðir það að ég sé bara duglegur bloggari eða að ég eigi ekkert líf? Það er kannski það sama...
Ég skal vera duglegri að blogga ef þið verðið duglegri að commenta (þetta á ekki við um þig dóra mín. You're my number one fan:))

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

revolver
Revolver


Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Samt alveg jafn fyndið...ég tók próf áðan sem fríkaði mig svoldið...hér eru niðurstöðurnar úr því. You tell me hvort þetta passi við mig...

You are constantly hoping that your good fellowship and attitude and your 'love for your fellow man (or women)' will give you peace of mind. You need people - people around you to care for you and to show you that they care. It is this hope that keeps you going, the hope that makes you the type of person that indeed you are. Your own need for approval seemingly makes you always ready to help others and in exchange you seek love, warmth and understanding. You will always listen to others and you are open to new ideas which hopefully will prove fruitful and interesting.

You are a leader in every sense of the word. You know where you are going and you know what you need to do in order to get there. You exercise an inherent initiative in overcoming obstacles and difficulties. You either hold, or wish to achieve, a position of authority by means of which full control can be exerted over events.

You are feeling under considerable pressure and you are being forced to make concessions. You are not particularly happy with this state of affairs but you feel that you have no alternative. If you were to force issues you would be left out or completely ignored by one and all.

Whatever has caused the situation, you just don't seem to be able to sustain or maintain relationships as you would wish to. What you really seek is to be able to develop a relationship with someone with whom you can truly share: Love, Serenity, Peace and Quiet. But you are a very demanding person and it is your nature that leads to disquiet and discord: you are like the tide, flotsam and jetsam... One minute you experience 'highs' and a few moments later 'lows'. This obviously will introduce discord into any relationship and with this demanding attitude - the ideal state you desire is unable to develop. Despite the urge to gratify your natural desires, you impose a considerable self-restraint on your instincts in the belief that this demonstrates your superiority and raises you above the common herd. You are extremely critical of everything that is presently going on around you and you find it difficult to listen to or to take advice from anyone. You enjoy the original, the ingenious and the subtle.

You feel that you need to move on. You feel that you are not appreciated or valued for what you are and that the time is 'now'. Failure to do so will not afford you the conditions to prove your worth.

Fyndið svona síður með svona prófum, eins og emode.com. Maður tekur endalaus próf og í hvert skipti segir maður, 'Vá, þetta á alveg ógeðslega vel við!' Maður gæti bara lifað sínu lífi eftir svona prófum. Hér er ýmislegt skemmtilegt sem kom útúr mínum prófum:

Freyr, you're single because you don't want to get hurt. (Or I can't get a date :))
Freyr, your unconscious mind is driven most by Sexuality (I'm a guy, aren't I?)
Freyr, you're a Skydiver! People adore you. (Yeah, I know ;))
Freyr, your sense of humor is Banter (Semsagt, ég kann að skjóta.)
Freyr, You are an Artiste - en týpan sem ég vil er Glamourina (go figure)

Og og og...
YOU WILL BE MARRIED BY: Saturday, August 19, 2006

Girls, you got 3 years to grab me ;)
Ég geri ekkert annað en að sofa þessa daga...svo sagði Svanur vinur minn að ég væri farinn að vera svona cranky og fúll....hmm...og bumban er að stækka á óskiljanlegan máta...this can mean only one thing.

I'm pregnant. Yup, that must be it.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Ég er skíthræddur.
There, I said it.
Ég er að fara að flytja til útlanda. Burt frá vinum mínum. Burt frá familíunni. Það væri allt öðruvísi ef ég væri að fara til Danmerkur, þá er ekkert mál að skreppa heim eina helgi, kostar milli 10 og 20 þús. En að skreppa heim til Íslands frá USA kostar kannski 60-70 þús. Þannig að maður er fastur í langan tíma. En ég veit ekki hvort þið öll áttið ykkur á því hversu mikil breyting þetta er fyrir mig. Ég er mömmustrákur numero uno. Foreldrar mínir hjálpa mér með nánast allt, og mér finnst það bara fínt. En núna fer ég 3000 kílómetra í burtu frá þeim. All alone. Ég hefði getað undirbúið mig aðeins með því að fá mér íbúð hérna heima og taka smá ábyrgð á mig. En nei, öryggið í mömmu og pabba tælir. Þetta er eins og....muniði eftir lakkrísrúllunum með marsipani? Maður rúllaði þær í sundur, borðaði allann lakkrísinn og tók síðan marsipanið, krumpaði það saman í bolta og tróð því öllu upp í sig í einu. Svo kjammsaði maður á þessu, fékk hausverk útaf sykursjokki og magaverk út af marsipansjokki. Þarna hefði verið gáfulegra að taka smá af lakkrís og smá marsipan og venjast því.
Ok, léleg samlíking.
Allavega, það verður þráðlaust net í íbúðinni minni þannig að ég verð í stöðugu sambandi við ykkur hérna heima. Msn is a godsend. Ég treysti á ykkur til að halda í mér geðheilsu, allavega þessa fyrstu mánuði ;)
Hrikalegt að bregðast trausti fólks.
Ég átti að mæta í morgun að spila með félögum mínum í Dixiebandinu Öndinni en svaf yfir mig. Mér tókst þó að mæta og spila eitt lag en hefði betur sleppt því. Trompettan mín (já, hún er kvenkyns) stóð aðeins á sig, vantaði olíu, og ég var ekki með nótur. En það er engin afsökun, ég valdi lagið til að spila, sem ég átti að kunna utanað, en ég gleymdi bara öllu, spilaði eitthvað þvaður og gerði mig, og félaga mína að fífli. Þið sem þekkið mig best vitið að mér er alveg sama um hvað ókunnugu fólki finnst um mig, þannig að mér var alveg sama um að verða sjálfur að fífli. Mér fannst leiðinlegast að gera hljómsveitina að fífil...nú munu allir sem voru þarna muna eftir Öndina sem 'bandið með asnalega trompetleikarann'. Eeenn, það er kannski alltílagi því allir áheyrendurnir voru skátar ;)

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Tók þátt í svona morðleik í gærkvöldi ásamt Berki, Hrund og fleirum. Þvílikur snilldarleikur! Allir fá karakter sem þeir eiga að leika og við vitum fyrirfram að einn er morðinginn. Síðan fáum við vísbendingar og eigum að leika karakterana og reyna að veiða upplýsingar uppúr hvort öðru. Og allir í búningum. Ég lék Manny Baritone...

Celebrity crooner Manny Baritone is the master of love ballads and catchy disco tunes. He's in town promoting his new disco song about the new-fangled microwave oven. The song, "Copa-Amana" has gotten red-hot faster than a fork in a radar-range, and has shot right to the top of the charts.

Músikalskur, svalur, og disco töffari, gæti ekki verið betra. Ég gróf náttúrulega upp diskómúnderinguna mína sem ég notaði þegar ég var diskóstuðbolti í diskóhljómsveitinni Gloss (við vorum frægir í eyjum) og klæddi mig upp eins og John Travolta. Reyndar út af hárinu og skegginu þá líktist ég frekar Barry Gibb (ekki verri kostur það). Ég ætla nú ekki að segja ykkur hver var morðinginn, ef þið færuð nú að spila...en þetta var ógeðslega gaman. Takk fyrir, B&H og hlakka til næst ;)

föstudagur, ágúst 01, 2003

Tölvan komin aftur og í góðu lagi. Kom í ljós að spennugjafinn gaf sig og sauð móðurborðið. Dísus, þetta er eins og ef barnið manns veikist. Er maður orðinn tölvusjúklingur ef maður hugsar um græjuna sína sem barnið sitt?

En ALLAvega...Spánn...hvar á maður að byrja. Bjór og brennivín, kellingar, djamm og djús, ógeðsleg tónlist, brennivín, matur, og sagði ég brennivín? Það var byrjað að hætti íslendinga með því að verða fullur á flugvellinum. Engin ástæða til annars. Síðan drepist í flugvélinni og svo beint út á djammið eftir að við fengum hótelherbergin (sem bytheway voru ekki HÓTELherbergi heldur bara íbúðir sem við áttum bara að sjá um og bara ein þrif á tveim vikum og engin loftkæling, og enginn klósettpappír og þvottavél undir vaskinum við hliðina á ísskápnum og eitt rúm og svefnsófi sem þrír áttu að sofa í og...og....púff). Það er óhætt að segja að fyrsta djammið hafi verið það öflugasta...allir þreyttir eftir langa ferð, en samt í sæluvímu með að vera komnir burt frá hversdagsleikann og farin að hoppa um við Skúter á einhvern seedy ass enskan pöbb í Salou. Við fórum náttúrulega beint í vodka/red-bull og drukkum frá okkur peningana og allt vit (sumir meira vit en aðrir, here's to you Gunni ;) ) Barþjónarnir sögðust aldrei hafa séð fólk drekka jafn mikið án þess að drepast (fyrir utan Gunna sem steindrapst. Jafn fast hef ég aldrei séð mann drepast), en ætli þeir segi ekki þetta við alla, svona eins og þegar stelpur segja gaura að þeir hafi verið bestir...

Síðan fór ég burt í 3 daga að heimsækja systur mína í Madríd. Hún býr þar sko með sínum spænska sjarmör Manuel. Það var frábært, fékk að kynnast fjölskyldunni (sem er snilld) sem tala enga ensku og ég tala bara cerveza spænsku þannig ða það þagðist allt á Úllu og Manuel að þýða fram og tilbaka. Og fólkið gat ekki hætt að tala. Blablabla, veifa höndum, hlæja og svo þegja þau og bíða eftir þýðingu og svo halda áfram. Og allann tímann voru tveir hundar og einn köttur á fullu fram og tilbaka. Frekar mikið áreiti allt á sama tíma. Ef ég hefði ekki verið í góðu skapi þá hefði ég varla meikaða. Síðan skruppum við á tapasstað og fengum okkur pacharan (spænskur snafs) og já! Ég leyfði fjölskyldunni að smakka Brennivín, má ekki gleyma því. Misgóðar undirtektir þar...pabbinn fílaði það, my kinda guy ;)

Restin af ferðinni var svona svipuð og fyrsti dagurinn...vakna seint, fara út í markað að fá sér að borða, fá sér bjór, fara út að borða um kvöldið og svo fara á djammið. Sumir fóru í einhverjar svona ákveðnar ferðir en ég nennti því ekki. En síðan, týpískt ég, þá varð ég veikur næstum alla seinni vikuna. Fékk einhverja magabólgu (kannski of mikið brennivín??) og hálsbólgu. Þannig að ferðin hefði verið best ef ég hefði farið heim bara eftir fyrstu vikuna...en samt heppnaðist vel, varð ekkert hrikalega veikur, bara smá...en nóg til þess að ég þurfti að hætta að drekka...kannski bara gott, fyrir mig og budduna.

Það eru nokkrar góðar sögur úr ferðinni en þær einu sem ég man eru af mér og ég hef ekki þann vanann á því að segja sögur af sjálfum mér. Ef þið viðjið komast í þær sögur þá þurfiði að kíkja á bloggið hjá hinum gaurunum sem fóru til Salou,
Gunni, Kjartan, RUPremier (Þeir eru fleiri, mig vantar bara linkana á þá).

Nóg í­ bili...segi meira ef ég man meira.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?